Phonak Slim

Phonak Slim heyrnartækin sameina þægindi, hönnun og virkni. Einstök hönnun og lögun tækjanna gerir það að verkum að tækin liggja náttúrulega á bak við eyrað, jafnvel þótt að viðkomandi sé með gleraugu. 

Phonak Slim heyrnartækin auðvelda þér að heyra í krefjandi hlustunaraðstæðum. Tækin eru forrituð með gervigreind til að greina og aðlagast umhverfisaðstæðum svo þú getir einbeitt þér betur að samræðum.

Með myPhonak smáforritinu (app)  getur þú síðan aukið á talfókusinn og fínstillt tækin í rauntíma ef þér finnst þörf á því.

Phonak Slim heyrnartækin sigruðu frumkvöðlaverðlaun í flokki hönnunar heyrartækja.

Phonak Slim heyrnartækin henta allt frá vægri til mikillar heyrnarskerðingar.

  • Raka og svitaheld
  • Vatnsheld í allt að ½ m dýpi
  • Endurhlaðanleg, endast allan daginn*
  • Alhliða tengimöguleikar með Bluetooth®
  • Þráðlaus tenging við sjónvarp með Phonak TV Connector
  • Samhæfð með Phonak Roger hljóðnemum
  • Skráning heilbrigðisupplýsinga**
  • Koma í þremur mismunandi útfærslum og fást í 4 mismunandi litum
  • MyPhonak smáforritið (app) á íslensku.

Phonak Slim heyrnartækin eru hönnuð til að setja talskilning í forgang, jafnvel í erfiðum hlustunaraðstæðum.

  • StereoZoom 2.0
    Að einbeita sér að samtali í háværum aðstæðum þegar viðkomandi er þreytt/ur, getur verið virkilega krefjandi. StereoZoom 2.0 reikniforritið í Phonak Slim heyrnartækjunum aðlagar talfókusstyrkinn eftir því sem styrkur umhverfishávaðans eykst. Einnig er hægt að stilla fókusstyrkinn í rauntíma með MyPhonak smáforritinu í snjallsímanum.
  • Talskynjari (Speech Sensor)
    „SpeechSensor“ er reiknirit sem greinir úr hvaða átt aðal talmerkið kemur. Raunverulegur ávinningur þessa er að viðkomandi getur skilið tal 15% betur þegar mælt mál berst frá hlið/aftan auk 11% minni áreynslu við að heyra.

Hægt að nota heyrnartækin sem handfrjálsan búnað við síma og annan Bluetooth® búnað og sem heyrnartól.

Með því að slá létt á eyrað „tab-control“ er hægt að svara í símann eða slíta samtali. Hljóðnemar heyrnartækjanna eru notaðir til að nema tal heyrnartækjanotandans í símtali.

  • Roger™ hljóðnemar
    Roger er þráðlaus tækni frá Phonak sem sendir tal beint til Phonak Slim heyrnartækja sem auðveldar verulega heyrn þegar kemur að hljóði í fjarlægð og í hávaða.
  • myPhonak snjallsímaforritið
    Phonak Slim heyrnartækin parast við myPhonak snjallsímaforritið sem er á íslensku og gerir heyrnartækjanotendum kleift að sérsníða heyrnarupplifun sína.
    Í myPhonak snjallsímaforritinu er hægt að fylgjast með hleðslunni á rafhlöðunum í heyrnartækjunum, stilla og stjórna hljóðstyrk tækjanna og sérsníða hljóðið að þörfum hvers og eins og búa til stilliforrit.
    Fjarþjónusta „Remote Support“. Hægt er að fjarstilla heyrnartækin í gegnum myPhonak snjallsímaforritið í rauntíma í gegnum myndbandssamtal.

Phonak Slim heyrnartækin koma í fjórum mismunandi útfærslum og fást í 4 mismunandi litum.

Verð frá 159.000-269.000 með greiðsluþátttöku SÍ.

Verð frá 219.000-329.000 án greiðsluþátttöku SÍ.

Nánar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og aðra styrki.

*16 klst. hleðsla, þar af meðaltali 8 klst. af daglegri hlustun, 4 klst. af Bluetooth streymi og 4 klst. af sjónvarpsstreymi.

**Til þess að fá aðgang að heilsufarsgögnum er nauðsynlegt að stofna aðgang í myPhonak smáforritinu (appinu).

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.