Phonak FreeCom 7100
Lýsing
FreeCom 7100 eru heyrnartól með sérsmíðuðum hlustarstykkjum (eShells) og svanaháls hljóðnema fyrir flugmenn.
FreeCom 7100 er með virkri hávaðadempun sem aðlagar sig að hljóðstyrk umhverfisins. Kerfið býður einnig upp á þann möguleika á að stilla hljóðstyrk umhverfishljóða. Svanaháls hljóðneminn er búinn hávaðadempandi (enska: noise cancelling) eiginleika sem gefur framúrskarandi talgreiningu og skýra sendingu tals.
Við hönnun og framleiðslu á FreeCom 7100 er unnið út frá markmiðinu að viðhalda eðlilegri heyrn. Þetta gerir notanda kleift að staðsetja hljóð auðveldlega og hentar FreeCom 7100 mjög vel við aðstæður þar sem hljóðstyrkur/hávaði er breytilegur.
Búnaðurinn hentar vel við allar aðstæður, bæði í miklum eða breytilegum hávaða sem og í kyrrlátara umhverfi.
- Virk (dynamic) hávaðadempun
- Eðlileg heyrn í hljóðlátu umhverfi
- Sérsmíðuð hlustarstykki (eShells), samhæfð með öllum FreeCom og Serenity lausnum frá Phonak (nema Serenity Classic)
- Svitamyndun, kláði og þrýstingur á höfuð vegna þungra púða hefðbundinna heyrnartóla heyra fortíðinni.
Tengingar:
Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tenginga fyrir FreeCom heyrnartólin sem henta öllum gerðum flugvéla.