Skotveiði

Heyrnarvarnir með „mekanískri“ dempun.

Flokkur:

Lýsing

Heyrnarvarnirnar eru með „mekaniska“ dempunarsíu með dempun upp á u.þ.b. 20-30 dB á háum og hvellum hljóðum. Í boði eru tvær útgáfur, sú fyrri er með fasta dempun en hin seinni er með tvöfalda virkni þ.e. tvær mismunandi dempanir. Dempunarsíurnar dempa skaðleg hljóð en hleypa mæltu máli í gegn og bæta heyrn í hávaðasömu umhverfi. Þær hleypa lofti inn hlustina og draga þannig úr ertingu í eyrnagöngunum einnig sem viðkomandi viðheldur stefnuheyrn með lágmarks lokunaráhrifum.

Heyrnarvarnirnar eru framleiddar eftir nákvæmu máti af eyrum notandands úr ofnæmisprófaðu lífrænu sílikonefni. Efnið er vatnsþolið og mjúkt sem tryggir að þær sitja þétt og þægilega í eyrunum. Heyrnarvarnirnar er einnig hægt að fá úr akrýlefni og í mismunandi litum.

Það fer mjög lítið fyrir heyrnarvörnunum og því er auðvelt að nota þær með gleraugum, grímum, hjálmun og öðrum höfuðbúnaði. Það er mjög hreinlegt að nota heyrnarvarnirnar og auðvelt að þrífa þær með vatni.

Ef þarfir varðandi dempun breytast og þörf er á minni eða meiri dempun þá er hægt að skipta um dempunarsíur.

Viðbætur

  • NanoScreen™ Mjúk lakkáferð*
  • Silkimött áferð
  • SoftTouch lakkáferð**
  • Merking fyrir hægra og vinstra eyra
  • Sérmerking (að hámarki 24 stafir)
  • Stálkúla fyrir málmgreiningartæki
  • Hálsól
  • Hálsól fyrir málmgreiningartæki
  • Klemma fyrir kraga
  • Hálsól með töppum, glær*
  • Verkfæri til að fjarlægja dempunarsíur

*Aðeins í boði fyrir heyrnarvarnir úr sílikoni
**Aðeins í boði fyrir heyrnarvarnir úr akrýl


Vörulýsing sem pdf skjal

Go to Top