Sund

Sérsmíðaðir sundtappar – sameina öryggi og ánægju.

Flokkur:

Lýsing

Sundtapparnir henta vel við ástundun allra vatnaíþrótta. Þeir eru tilvaldir fyrir þá sem vilja sameina öryggi og ánægju. Þeir tryggja að ekki fari vatn inn í eyrun um leið og notandinn er varinn fyrir hávaða sem oft er við sundlaugar. Þeir eru tilvaldir að nota í sturtu til að verja viðkvæm eyru.

Sund í klórblönduðu vatni getur valdið þurrki í hlustunum og getur orsakað aukna eyrnamergsmyndun, bólgur eða exem.

Sundtapparnir eru framleiddir eftir nákvæmu máti af eyrum notandans sem tryggir að þeir sitja þétt og þægilega í eyrunum. Þeir eru framleiddir úr ofnæmisprófuðu sílikoni og ef tapparnir skyldu detta úr eyranu á sundi þá fljóta þeir á vatnsyfirborðinu.

Hægt er að fá sundtappana í mismunandi litum.

Sundtappana er einnig gott að nota á ferðalögum, þegar ferðast er með rútu, lest eða flugvél og alls staðar þar sem umhverfishávaði er of mikill.

Viðbætur

  • NanoScreen™ Mjúk lakkáferð
  • Silkimött áferð
  • Merking fyrir hægra og vinstra eyra
  • Sérmerking (að hámarki 24 stafir)
Go to Top