Greiðsluþáttaka og styrkir

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) veita styrki vegna heyrnartækjakaupa. Skilyrði fyrir styrk frá Sjúkratryggingum Íslands eru að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri, sé sjúkratryggður á Íslandi og að tónmeðalgildi á því eyra sem heyrir betur sé á bilinu 30 dB til 70dB.

Fjárhæð styrks er:

  • 60.000 kr. ef keypt er tæki í annað eyra
  • 120.000 kr. ef keypt eru tæki í bæði eyru

Reglugerðina má nálgast hér

Auk Sjúkratrygginga Íslands styrkja mörg verkalýðsfélög, stéttarfélög og félagasamtök félagsmenn til kaupa á heyrnartækjum. Sumir styrkja einnig félagsmenn sína vegna heyrnarmælinga. Starfsfólk Heyrðu liðsinnir skjólstæðingum sínum í að kanna hvort þeir eigi rétt á styrkjum frá sínu stéttarfélagi. Auk þessa má benda á að ýmis sveitafélög veita styrki til heyrnartækjakaupa.

Lífeyrisþegar geta átt rétt á uppbótum örorkulífeyris vegna kaupa á heyrnartækjum. Hafa skal í huga að þessar uppbætur geta verið skilyrtar við ýmsa þætti. Upphæð þeirra er misjöfn á milli einstaklinga og getur farið eftir eignum, tekjum o.fl. Nánari upplýsingar um uppbótarlífeyri má finna á heimsíðu Tryggingastofnunar www.tr.is

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.