Vinnustaðamælingar

Hávaði og hugsanlegur heyrnarskaði af völdum hans er eitt helsta vinnutengda heilsufarsvandamál nútímans. Í löndum innan Evrópusambandsins er heyrnarskerðing sökum hávaða við vinnu sá atvinnusjúkdómur sem oftast er tilkynntur.

Afleiðingarnar koma fram í veikindafjarveru, slysahættu, örorku og aukinni streitu með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtæki, einstaklinga og þjóðfélagið í heild.

Hávært hljóð, annað hvort sem eitt afgerandi högghljóð eða langvarandi áreiti, getur skaðað heyrnina og leitt til varanlegrar heyrnarskerðingar og í sumum tilfellum til eyrnasuðs (tinnitus).

Mörg fyrirtæki hafa reglubundið eftirlit með heyrn starfsmanna í öryggis- og heilbrigðisstefnu sinni. Auk þess hvílir lagaleg skylda á atvinnurekendum að sjá til þess að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna hávaða á vinnustað.

Heyrðu býður fyrirtækjum alhliða heyrnarþjónustu til handa starfsfólki þannig að þau uppfylli kröfur laga um hávaðavarnir á vinnustöðum og reglubundið heyrnareftirlit, auk þess að framfylgja heilbrigðisstefnu fyrirtækja.

Þjónustunni má skipta niður í fjögur megin svið:

  • Heyrnarmælingar á starfsfólki. Heyrnarmælingar eru framkvæmdar af fagfólki, hvort sem er á vinnustað eða á móttöku Heyrðu í Sigtúni 42 í Reykjavík. Komi eitthvað óeðlilegt fram við almenna heyrnamælingu, er boðið upp á nánari rannsókn og/eða ráðgjöf. Einnig er boðið upp á reglubundið eftirlit þar sem starfsmenn eru kallaðir inn til mælinga á u.þ.b. tveggja ára fresti.
  • Ráðgjöf um val á heyrnarvörnum. Boðið er upp á hágæða heyrnavarnir sem sniðnar eru að þörfum hvers og eins. Heyrnarvarnirnar eru sérsmíðaðar eftir lögun hlustar hvers og eins og dempunareiginleikar eru sniðnir að því hljóðumhverfi sem viðkomandi starfar í. Heyrnarvarnirnar er hægt að fá með eða án samskiptabúnaðar. Mikilvægt er að velja ekki heyrnarvarnir sem dempa of mikið, það kemur niður á notkun.
  • Hljóðstyrksmælingar á vinnustað. Úttekt og kortlagning er gerð á hávaða innan vinnusvæðis. Besti fánlegur tækjakostur og fagþekking á því sviði er til staðar.
  • Fræðsla fyrir starfsmenn og aðra. Ítarleg og góð fræðsla um hvernig heyrnin virkar og hvað er til ráða þegar heyrnin dalar.

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.