Serenity SP
Lýsing
Serenity SP er sérsmíðuð heyrnarvörn með fyrirfram valinni fastri (passive) dempun fyrir krefjandi vinnuaðstæður. Hún er framleidd eftir nákvæmum mátum af eyrum notenda og samanstendur af hlustarstykkjum (eShells) sem framleidd eru úr slitsterku næloni sem meðal annars er notað við framleiðslu á lækningatækjum og hlustarstykkjatengjum (earJacks™). Hlustarstykkin eru tengd með sílikonþræði með öryggislæsingum og er hægt að fá þau í þremur litum: græn, blá og húðlituð.
Serenity SP er létt og þægileg heyrnarvörn, vegur einungis 10 grömm og er auðvelt að nota hana með gleraugum, grímum, hjálmum og öðrum höfuðbúnaði. Hún hefur langan líftíma og þolir þvott í þvottavél (allt að 60°C).
Mögulegt er að uppfæra heyrnarvörnina í önnur Serenity kerfi og nota áfram sérsmíðuðu hlustarstykkin, til dæmis ef viðkomandi vill bæta við samskiptamöguleika í gegnum síma eða talstöð, uppfæra yfir í virka heyrnarvörn eða hvort tveggja.
Serenity SP er slitsterk, endingagóð og hagkvæm heyrnarvörn sem er fullkomið val fyrir notendur sem eru í stöðugum hávaða í starfi.
Ef þarfir varðandi dempun breytast og þörf er á minni eða meiri dempun þá er hægt að skipta um dempunarsíur.
- Sérsmíðuð hlustarstykki (eShells)
- Vegur einungis 10 grömm
- Slitsterk, má þvo í þvottavél (allt að 60°C)
- Hálsól m/öryggislæsingum og klemmu
- Situr þétt og örugglega í eyranu
- Mismunandi dempunarsíur i boði
- Gæðaeftirlit; mæling á þéttleika og dempun
- Stálkúla fyrir málmgreiningartæki (valfrjálst)
- Einkennisstafir grafnir í hlustarstykkin
- Taska og hreinsiáhald fylgja