ComCom
Lýsing
Phonak ComCom er handfrjáls búnaður sem tryggir framúrskarandi talskilning, þægindi og öryggi við allar aðstæður.
Phonak ComCom er til í mismunandi útgáfum og er hægt að nota með flestum gerðum farsíma sem eru með hefðbundna 3.5mm tengingu fyrir heyrnartól og með tveggja rása talstöðvum í gegnum 2-tommu PTT-hnappinn (push-to-talk) frá Phonak.
Phonak ComCom er búið sterkbyggðum svanaháls hljóðnema sem situr stöðugur fyrir framan munn notandans. Hljóðneminn kemur í tveimur útfærslum og er búinn tækni sem dregur úr vind- og umhverfishljóðum.
Phonak ComCom er hægt að hafa hvort sem er í hægra eða vinstra eyra hvort sem notuð eru stöðluð eða sérsmíðuð hlustarstykki (eShells). Inni í hlustarstykkjunum er hátalari sem sér um að koma skilaboðum skýrt og örugglega til skila.
Phonak ComCom er einn endingarbesti og áreiðanlegasti handfrjálsi búnaðurinn á markaðnum í dag.
- Vegur einungis 10 grömm
- Hægt að nota bæði með stöðluðum- og sérsmíðuðum hlustarstykkjum (eShells)
- Hávaða minnkandi (noise-cancelling) hljóðnemi tryggir skýra sendingu talboða
- Tvær tegundir af svanaháls hljóðnemum
- Staðlaður (stuttur armur)
- Stefnuvirkur (langur armur). Hentar vel í háværu umhverfi
- Situr þétt og örugglega í eyranu og tryggir framúrskarandi talskilning
- Hlustarstykkjatappar í hlustarstykkjatengjunum (earJack) tryggja nákvæma skynjun á umhverfishljóðum (mismunandi tappar í boði)
- Einkennisstafir grafnir í sérsmíðuðu hlustarstykkin
- Vindhlíf dregur úr vindhljóðum og ver hljóðnemann fyrir óhreinindum og vatni
- Engin rafhlaða (fær straum frá talstöð/síma)
- Taska og hreinsiáhald fylgja
- Fylgihlutir: Klemma, millistykki fyrir þráðlausa eða farsíma, PTT-hnappar fyrir talstöðvar