FYRIRTÆKIÐ

HEYRÐU leggur áherslu á að veita góða, faglega og persónulega þjónustu. Innan fyrirtækisins er að finna yfirgripsmikla þekkingu sem nýtist við heyrnargreiningu, meðferð á heyrnarkvillum og ráðgjöf.

Saga fyrirtækisins

Fyrirtækið var stofnað árið 2006 í Reykjavík. Fyrstu árin snerist starfsemin um samnorrænar rannsóknir á sviði heyrnar. Frá upphafi hefur það verið eitt megin markmið fyrirtækisins að auka á vitund almennings gagnvart heyrn. Þann 1. október 2022 flutti fyrirtækið starfsemi sína í Heilsuklasann að Bíldshöfða 9 í Reykjavík þar sem það er til húsa í dag.

Fyritækið sérhæfir sig í heyrnartengdri þjónustu með áherslu á forvarnir, fræðslu og ráðgjöf. Boðið er upp á sérsniðna þjónustu fyrir tónlistarmenn þar sem megin áhersla er lögð á ítarlega heyrnargreiningu, fræðslu, ráðgjöf og reglulegt eftirlit. Einnig er boðið upp á sérhæfða meðferð við eyrnasuði (tinnitus) og hljóðóþoli (hyperacusis) og hljóðóbeit (misophonia).

Hlutverk og stefna

  • Að veita góða faglega þjónustu og auka á vitund almennings gagnvart heyrninni og mikilvægi þess að vernda hana.
  • Lykiláherslur fyrirtækisins eru ánægðir skjólstæðingar, öflugur mannauður, samfélagsleg ábyrgð og traustur rekstur.
  • Að vera öflugt og leiðandi fyrirtæki í íslensku samfélagi þegar kemur að heyrnartengdri þjónustu.
  • Að vera framsækið fyrirtæki í nýsköpun og þjónustu og hafa ríka samfélagslega ábyrgð.
  • Fagmennska
    • Við leggjum mikla áhersla á gæða og öryggismál.
    • Við höfum metnað og leggjum okkur fram um að veita skjólstæðingum okkar góða þjónustu.
    • Við aukum stöðugt á þekkingu okkar og færni með það að leiðarljósi að gera sífellt betur.
  • Traust
    • Við erum áreiðanleg, sanngjörn og heiðarleg og sýnum ábyrgð í okkar störfum.
    • Við gætum fulls trúnaðar og tryggjum að upplýsingagjöf sé skýr.
  • Virðing
    • Við berum virðingu hvert fyrir öðru og leggjum áherslu og góða samvinnu.
    • Við berum virðingu fyrir skjólstæðingum okkar.
    • Við sýnum samfélagslega ábyrgð í verki.

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.