Phonak Audéo Lumity

Audéo Lumity heyrnartækin auðvelda þér að heyra í krefjandi hlustunaraðstæðum. Tækin eru forrituð með gervigreind til að greina og aðlagast umhverfisaðstæðum svo þú getir einbeitt þér betur að samræðum.

Með myPhonak smáforritinu (app)  getur þú síðan aukið á talfókusinn og fínstillt tækin í rauntíma ef þér finnst þörf á því.

Hægt er að fá tækin með endurhlaðanlegum rafhlöðum sem endast allan daginn,* en einnig er hægt að fá þau með einnota rafhlöðum. Í boði er að fá tækin með tónmöskva og þá getur tækin tengst tónmöskvakerfum sem eru t.d. í leikhúsum og tónleikasölum.

Audéo Lumity Life heyrnartækin henta allt frá vægri til mikillar heyrnarskerðingar.

  • Auðveldari heyrn í mismunandi aðstæðum
  • Alhliða tengimöguleikar með Bluetooth®
  • Skráning heilbrigðisupplýsinga**
  • Val um endurhlaðanlegar eða einnota rafhlöður
  • MyPhonak smáforritið (app) á íslensku.

 Audéo Lumity heyrnartækin koma í þremur mismunandi útfærslum og fást í 11 mismunandi litum.

Verð frá 159.000-269.000 með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands

Verð frá 219.000-329.000 án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands

Nánar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og aðra styrki.

*16 klst. hleðsla, þar af meðaltali 8 klst. af daglegri hlustun, 4 klst. af Bluetooth streymi og 4 klst. af sjónvarpsstreymi.

**Til þess að fá aðgang að heilsufarsgögnum er nauðsynlegt að stofna aðgang í myPhonak smáforritinu (appinu).