Leið til lífsgæða

HEYRÐU leggur áherslu á að veita góða, faglega og persónulega þjónustu. Innan fyrirtækisins er að finna yfirgripsmikla þekkingu sem nýtist við heyrnargreiningu, meðferð á heyrnarkvillum og ráðgjöf.

Almenn heyrnarþjónusta

Hefðbundin heimsókn hefst á að sjúkrasaga skjólstæðings er skráð og að því loknu eru eyrun skoðuð og þau hreinsuð ef þörf er á. Í framhaldi af því er heyrnin mæld. Þær heyrnarmælingar sem oftast eru gerðar eru loftleiðnimæling, beinleiðnimæling, talgreiningarpróf og þrýstingsmælingar.

Niðurstöður mælinga eru skráðar á heyrnarpróf/heyrnarrit, sem sýnir hvort heyrnarskerðing sé til staðar og hversu alvarleg hún er. Farið er yfir niðurstöður mismunandi mælinga, þær útskýrðar og ráðgjöf veitt um næstu skref.

Nánari lýsingar á mismunandi heyrnarmælingum.

Heyrnartæki

Þarf ég heyrnartæki og hvaða heyrnartæki á ég að velja?

Mikilvægast er að heyrnartækin ráði við að bæta upp heyrnarskerðingu viðkomandi. Tækin þurfa líka að ná að uppfylla þarfir viðkomandi þegar kemur að hlustunarskilyrðum.

Mikilvægt er að ráðfæra sig við heyrnarfræðing til að framkvæma þarfagreiningu á því hvaða tæki henta best.

Hjá Heyrðu er hægt er hægt að fá heyrnartæki lánuð til prufu í þrjár vikur, endurgjaldslaust.

Nánari upplýsingar um heyrnartæki.

Heyrn tónlistarfólks

Við hjá Heyrðu höfum þróað heyrnarþjónustu sem er sérsniðin að þörfum tónlistarmanna, tónlistarkennara og tónlistarnemenda.

Megin áherslur þjónustunnar eru að:

  • auka þekkingu tónlistarmanna á skaðlegum áhrifum of mikils hávaða á heyrn.
  • vekja athygli á ákvæðum löggjafar um hljóðstyrk á vinnustöðum.
  • veita fræðslu um starfsemi eyrans og hvernig eyrað vinnur.
  • veita ráðgjöf við val á heyrnarvörnum og tryggja rétta notkun þeirra.
  • veita reglubundið eftirlit með heyrn og endurhæfingaráætlun gerð ef þörf krefur.
  • draga úr líkum á heyrnarskaða.

Nánari upplýsingar um heyrnarþjónustu fyrir tónlistarfólk.

Eyrnasuð – Tinnitus

HEYRIR ÞÚ HLJÓÐ SEM ENGINN ANNAR HEYRIR?

Ef svo er, þá ert þú ekki ein/n um það. Þú ert með líklega með eyrnasuð þ.e. heyrnar- og taugaeinkenni sem hrjáir milljónir einstaklinga um allan heim.

Við hjá Heyrðu bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu og meðferð til að draga einkennum eyrnasuðs. Þverfaglegt teymi sérfræðinga kemur að meðferðinni.

Nánari upplýsingar um eyrnasuð.

Hljóðóþol – Hyperacusis

Hljóðóþol er tiltölulega sjaldgæf heyrnarröskun, þar sem hljóð sem aðrir skynja sem eðlilegt, þ.e. á viðeigandi hljóðstyrk, er óþægilega, oft óþolandi hátt í þeirra eyrum.

Einstaklingar með eðlilega heyrn upplifa hljóð á mismiklum hljóðstyrk. Aftur á móti upplifa einstaklingar með hljóðóþol, flest hljóð almennt með of háan hljóðstyrk.

Við hjá Heyrðu bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu og meðferð til að draga einkennum eyrnasuðs. Þverfaglegt teymi sérfræðinga kemur að meðferðinni.

Nánari upplýsingar um hljóðóþol.

Hljóðóbeit – Misophonia

Hljóðóbeit er röskun sem lýsir sér í skertu þoli fyrir ákveðnum hljóðum og hlutum þeim tengdum. Þótt að hljóðóbeit hafi ekki enn fengið opinbera skilgreiningu sem röskun, þá er hún samt sem áður vel þekkt.

Einstaklingar með hljóðóbeit upplifa ákveðin hljóð sem mjög pirrandi áreiti ásamt því að upplifa oft kvíða og jafnvel reiði. Upplifunin getur verið mjög sterk, jafnvel yfirþyrmandi og erfitt getur verið að hafa stjórn á þeim tilfinningum sem upplifunin framkallar.

Nánari upplýsingar um hljóðóbeit.

SENDA FYRIRSPURN

Athugið að ekki er um að ræða bókanir hjá háls-, nef- og eyrnalækni.